Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2021 | 18:00

Allir 6 úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

Sex íslenskir karlkylfingar, þeir Aron Snær Júlíusson, GKG; Dagbjartur Sigurbrandsson, GR; Hákon Örn Magnússon; GR; Hlynur Bergsson, GKG;  Kristófer Karl Karlsson, GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, tóku þátt í Opna breska áhugamannamótinu, sem fram fór í Nairn, Skotlandi, dagana 14.-19. júní sl.

Þetta er í 126. sinn sem Opna breska áhugamannamótið fer fram.

Fyrstu tvo keppnisdagana af alls sex var keppt í höggleik þar sem að 144 keppendur kepptu um 64 efstu sætin sem tryggðu sæti í holukeppninni sem tók við af höggleiknum.

Eftir 1. dag komust allir nema Hákon Örn áfram í 64 manna holukeppnishluta mótsins. Herslumun, 2 höggum munaði að Hákon Örn hefði tryggt sér sæti í  bráðabana  til þess að komast í 64 manna hópinn.

Á 2. degi töpuðu allir nema Hlynur leikjum sínum og Hlynur því sá eini sem keppti í 32 manna hópnum.

Aron Snær Júlíusson, GKG, tapaði 4/2 gegn mótherjar sínum – Laird Sheperd frá Englandi 4/2.
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, tapaði 2/1 gegn John Cleary frá Írlandi.
Kristófer Karl Karlsson, GM, tapaði 3/2 gegn Robert Moran frá Írlandi.
Dagbjartur Sigurbrandson, GR, tapaði með minnsta mun 1/0 gegn Josh Hill frá Englandi.

Á 3. degi féll Hlynur úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Calum Scott á 19. holu.

Eru því allir íslensku keppendurnir úr leik.

Í aðalmyndaglugga: Nairn golfvöllurinn í Skotlandi.