Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2015 | 12:45

Allenby stendur við framburð sinn – Myndskeið

Robert Allenby er nú mættur á Waste Management Phoenix Open, sem er mót vikunnar á PGA tour.

Á blaðamannafundi virtist Allenby stundum reiður og sagðist standa við sögu sína um að hann hefði verið barinn og rændur í Honolulu og hann hafi aðeins verið að segja það sem hann myndi af atburðinum.

„Það hefir svo sannarlega verið mikill ruglingur í gangi,“ sagði Allenby m.a. „En ég held að nr. 1 sé að þið ættuð öll að muna að ég stend við fyrri framburð minn , hann er nákvæmlega eins nú og ég sagði frá honum. Ég sagði ykkur það sem ég vissi og ég sagði það sem annar hafði sagt mér. Það er aðalatriðið. Ég laug aldrei að neinum.“

Lögreglan í Honolulu rannsakar nú mál ástralska kylfingsins Allenby, en sem komið er, hefir enginn verið handtekinn.

Allenby sagðist hafa verið á Amuse Wine Bar með kaddý sínum og vini frá Ástralíu að kvöldi þess dags sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Sony Open, þ.e. föstudagskvöldinu. Hann sagði að myndavélar á staðnum sýndu hann fara með 3 mönnum sem hann þekki ekki og næst muni hann eftir sér í skrúðgarði. Hann sagði að heimilislaus kona hefði sagt honum að honum hefði verið fleygt úr farangursgeymslu bíls og hann hefði þannig hlotið áverka sína.

Allenby setti mynd af sér öllum skrámuðum í framan á facebook síðu sína. Hann segir að veski sínu og farsíma hafi verið stolið

Í síðustu viku birti Honolulu Star-Advertiser hins vegar viðtal við heimilislausu konuna, Charade Keane, sem sagðist aldrei hafa sagt við Allenby að hún hefði séð hann fleygðan út úr farangursgeymslu bíls og hún vissi ekki hvernig hann hefði hlotið áverkana.

Blaðið vitnaði til annars heimilislauss manns, Chris Khamis, sem sagði að Allenby hefði m.a. sagt sér að hann væri þunglyndur og sér virtist Allenby ofurölvi og segðist hafa verið á nektarstað áður en hann missti meðvitund þegar hann féll við á hraungrýti fyrir framan vínbarinn sem Allenby sagðist hafa verið á fyrr um kvöldið.

Hvað nákvæmlega gerðist en enn hulið leynd, en Allenby segist ekki muna eftir neinu frá  23:06 föstudagskvöldið. til 1:27 laugardagsnóttina.

„Ég hef reynt að líta yfir allt og farið fram og til baka en ég bara man ekki eftir neinu,“ sagði Allenby.  „Ég get ekki sagt ykkur hversu frústrerandi það er vegna þess að við öllum viljum vita hvað gerðist í raun.“

Hinn 43 ára Allenby sagði að höfuðverkurinn hefði minnkað fyrir nokkrum dögum og hann hefði ákveðið að spila á Phoenix Open til þess að koma lífi sínu í réttan gír aftur.

Sárin framan í honum virtust gróin og en hann var reiður á blaðamannafundinum og hæddist m.a. fjölmiðlamönnum þegar hann sagði að þeir væru „ótrúlegir sérfræðingar í rannsóknum.“

„Ég var fórnarlamb og allt í einu eruð þið að saka mig um allt,“ sagði Allenby m.a. „Ég tek fulla ábyrgð ef ég gerði eitthvað rangt … Í lok dags var ég á stað að borða yndislegan kvöldmat og skemmta mér og síðan er ég fórnarlamb. Og nú hefir öllu verið snúið við.“

„Lögreglan mun finna hið rétta út.“

Allenby sagði að hann hefði verið með veitingahúsreikninganna í vasanum og þeir hefðu verið með tíma á 10:06 og 10:48.

Allenby segist ekki hafa verið drukkinn. „Það er ekki nokkur leið í heiminum að það sem ég drakk gæti hafa leitt til þess sem kom fyrir mig – ekki möguleiki.“ sagði hann. Hann sagði lækna ekki hafa tekið blóðsýni til að mæla áfengismagn í blóði hans.

 Það var myndin sem fyrst sást á Golf Channel meðan á 3. hring Sony Open stóð sem vakti svona mikla athygl. Allenby sagði að hann hefði tekið ljósmyndina til þess að sýna fjölskyldu sinni að í lagi væri með sig  – en Allenby er fráskilinn og á 15 ára son og 13 ára dóttur.  Hann sagðist hafa verið svo ruglaður að hann hefði ekki einu sinni getað munað hvert símanúmer sitt væri.

The photo, first shown on Golf Channel during the third round of the Sony Open, is what generated so much attention. Allenby said he posted it as a way to reach his family — he is divorced with a 15-year-old son and a 13-year-old daughter — because he was so disoriented that he couldn’t remember his phone number.

Tiger Woods var m.a. spurður á blaðamannafundinum hvað sér þætti um Allenby málið.  „Ég veit að hann var barinn. Ég veit ekki mikið um þetta. Ég sá þetta bara í blaðafyrirsögnunum. Ég sá líka ljósmyndina af honum. Hann leit ekki vel út.“

Allenby hefir verið í fréttum fyrir allskyns skrítna hluti í gegnum tíðina.  Hann var m.a. einu sinni eltur af apa á golfvelli.  Frægt er þegar hann reifst við landa sinn Geoff Ogilvy og eftir Forsetabikarinn 2009 í San Francisco, sakaði hann Anthony Kim um að hafa verið úti í partýstandi þar til snemma á sunnudeginum eftir að Kim sigraði Allenby í tvímenningi 5&3.

Allenby gæti hlotið harkalegar móttökur á TPC Scottsdale.  Þetta er mesti áhorfendafjöldi sem saman er kominn og allir láta heldur ófriðlega sérstaklega á par-3 16. holunni.

Um þetta sagði Allenby: „Andlega er ég að búa mig undir e.t.v. eina erfiðustu viku lífs míns. Þetta hefir ekki verið létt s.l viku og það var ekki auðveld ákvörðun að koma og spila í þessu móti.  En ég hugsaði með mér að ég þarfnaðsit þess til þess að koma lífi mínu á réttan kjöl. Ég er atvinnukylfingur. Og af hverju ætti ég að láta einhver andstæð sjónarmið halda mér frá leiknum sem ég elska?“

Sjá má myndskeið þar sem Allenby stendur við fyrri frásögn sína af því sem gerðist í Honolulu föstudagskvöldið örlagaríka með því að SMELLA HÉR: