Allenby segist næstum hafa hætt í golfi
Robert Allenby gaf nú nýlega viðtal þar sem hann m.a. kvartaði enn yfir röngum sögusögnum um sig og sagðist þúsund sinnum hafa hugsað um að hætta í golfi eftir atvikið fræga í Hawaii snemma árs 2015.
Í janúar 2015 á Sony Open þá fór hinn 45 ára Ástrali (Robert Allenby) á bar og sagði ólyfjan hafa verið blandað í drykk sem hann fékk sér, sér hefði verið rænt af barnum í Honolulu og síðan hefði veski hans verið stolið af honum.
Margir þ.á.m. fyrrum kylfuberi Allenby hafa hins vegar dregið frásögn hans í efa.
Manni var varpað í fangelsi í 5 ár fyrir hlutdeild hans í afbrotinu og Allenby segir fæsta gera sér grein fyrir því.
„Fólk elskar að búa til sögur,“ sagði Allenby.
„Atvikið sem gerðist utan golfvallarins, það hefir verið vitleysislega fjallað um það,“ sagði hann áströlsku pressunni fyrir New South Wales Open. „Á sama tíma held ég að margt hafi verið tekið úr réttu samhengi. Fólk elskar að búa til sögur þannig að það geti trúað því sem það vill, en ef það vill sannleikann, komið til mín.“
„Ef einhver blandar ólyfjan í drykkinn þinn, hvernig getur maður varist því? Maður vaknar 3 klst seinna með dúndrandi höfuðverk og sár á höfði og síðan byrjar maður að hlaupa frá tveimur náungum, sem eru að sparka í mann meðan maður liggur á jörðinni.„
„Það er náungi í fanglesi fyrir að koma mér í þessar kringumstæður. Þetta er það sem fólk veit ekki um, það er náungi í fangelsi fyrir það sem mér var gert. En fólk bara trúir því sem það vill trúa.“
„Er ég með kylfusveina sem koma fram og segja það sem fær þá til að líða betur með sjálfa sig? Já. Fjölmiðlar hættu umfjöllun eftir það vegna þess að þeir vildu ekki heyra sannleikann, þannig að þeir hurfu (kylfusveinarnir og fjölmiðlarnir).“
Fyrir utan atvikið á Hawaii, þá rak Allenby líka einn af þessum kylfusveinum sínum á miðjum hring árið 2015 á RBC Canadian Open og var síðan handtekinn fyrir ólæti utan við spilavíti í Illinois í Bandaríkjunum.
En nú telur Allenby að hann sé kominn yfir allt þökk sé fjölskyldu sinni.
„Á tímabili var ég kominn að því að hætta 1000 sinnum. En síðan sagði ég bara við sjálfan mig: „Veistu, fari allt til fj… . maður verður bara að gleyma öllu og halda áfram. Ég hef ekki drepið neinn. Ég hef ekki tekið eiturlyf – að því undanskildu mér var byrlað ólyfjan. Ég hef í raun ekki gert mikið rangt. Við erum öll mannleg og manneskjur gera mistök.“
„Það var á því stigi sem ég var komin á fremst hlunn með að hætta. Það var bara eiginkona mín Kym og fjöskylda mín sem dró mig tilbaka. Annars myndi ég hafa hætt fyrir ári, ekki spurning. Ég myndi hafa fundið mér litla holu og skriðið í hana og verið þar afganginn af lífi mínu,“ sagði Allenby loks.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
