Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2016 | 12:00

Álit Faldo á því að Tiger dró sig úr Safeway

Nick Faldo hefir blandað sér í umræðuna um það af hverju Tiger Woods dró sig úr Safeway Open í þessari viku.

Hinn 14-faldi risamótasigurvegari (Tiger) sagði að leikur hans væri á „of viðkvæmu stigi“ til þess að hann gæti keppt í mótinu í Kaliforníu, sem myndi hafa verið fyrsta mót hans frá árinu 2015.

Golf er andstyggðarleikur, hann veifar gulrót framan í mann,“ sagði Faldo í viðtali á BBC Sport.

Fyrir 10 árum sló ég bolta og hugsaði: „Ég get enn spilað, ég get enn slegið.“ Svo fer maður á völlinn og nær engu skori.“ Allt er að hrúgast upp á móti honum (Tiger) nú. Líkamlega, andlega og augljóslega keppnisþátturinn.“

Á vellinum fær maður 5 mínútur á milli tveggja högga. Ég held að hann sé e.t.v. farinn að slá boltann betur nú, en það er bara hvort hann hefir þolið að spila.“

Faldo telur að það verði erfitt fyrir hinn 40 ára Tiger að komast aftur í það form sem hann var í þegar hann sigraði í mótunum 79, sem hann hefir sigrað í.

Það á eftir að verða erfitt að berjast við að koma aftur og keppa gegn þeim bestu í heimi,“ bætti hann við.

„Ég veit hvaða úthald þarf til að spila 72 holur. Hann getur e.t.v. slegið bolta á æfingasvæðinu, en það er ritmi þessu.“

Woods á eftir að gefa út yfirlýsingu um fyrirætlanir sínar varðandi endurkomu sína og áhangendur hans eru svo sannarlega farnir að efast um að hann snúi nokkru sinni aftur.