Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 14:00

Aliss hneykslar enn og aftur

Peter Aliss fyrrum golffréttaskýrandi hjá BBC hefir tekist að hneyksla alla eina ferðina enn.

Nú er málið hvort leyfa eigi konum að gerast félagar í Muirfield klúbbnum, sem hingað til hefir aðeins leyft körlum að gerast félagar.

Aliss sagði að þeir kvenkylfingar sem vildi ganga í Muirfield „yrðu bara að giftast einhverjum félaganum í klúbbnum.“

Muirfield hélt atkvæðagreiðslu um hvort viðurkenna ætti félagsaðild kvenna, en það var ekki samþykkt, líkt og gert var í vöggu golfsins St. Andrews.

Aliss hefir hlotið mikla gagnrýni fyrir ummæli sín.

Og þetta kostar klúbbinn, því hann fær ekki að halda Opna breska risamótið fyrir.