Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2019 | 21:00

Alice Dye látin

Alice Dye, eiginkona golfvallararkítektsins fræga Pete Dye lést í dag, 1. febrúar 2019.

Alice fæddist 19. febrúar 1927 í Indianapolis og var því 91 árs þegar hún lést.

Hún lætur eftir sig eiginmanninn sinn fræga, golfvallararkítektinn Pete Dye, 93 ára (f. 29. desember 1925) og synina Perry og PB (Pete Burke).

Alice var oft kölluð „the first lady of American golf architecture“, í Bandaríkjunum.

Hún lést daginn fyrir 69 brúðkaupsafmæli þeirra Pete, en þau giftu sig 2. febrúar 1950 og var hjúskapur þeirra álitinn mjög hamingjuríkur.

Líf þeirra snerist allt um golf, sagt er að þau hafi snætt  meðan þau horfðu á golf í sjónvarpinu og strax yfir morgunverðinum var umtalsefnið golf.

Alice er m.a. álitin hafa veitt Pete innblásturinn fyrir hönnun eyjaflatarinnar frægu á TPC Sawgrass, í Flórída, einum frægasta velli sem Pete Dye hannaði.

Alice skrifaði um golf m.a. bókina: „From Birdies to Bunkers: Discover How Golf Can Bring Love, Humor, and Success Into Your Life“

Alice bjó síðast ásamt fjölskyldu sinni í Carmel, Indiana.

Golf 1 sendir Pete Dye og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur.

Á mynd: Pete og Alice Dye á jólum ásamt sonum sínum Perry og Pete Burke.