„Alger smán og skömm“ segja bestu kylfingar Bretlands um að BBC missir útsendingarrétt frá Opna breska árið 2017
Frá og með 2017 verður stærsti viðburður golfsins í Evrópu, Opna breska risamótið ekki lengur til sýnis í beinni útsendingu frá BBC eftir að SKY Sports náði samninga til 5 ára um einkarétt á útsendingu við R&A.
Margir af bestu kylfingum Bretlands hafa lýst yfir óánægju sinni með þetta fyrirkomulag.
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Lee Westwood hefir sagt að þetta „alger smán“ (ens.: absolute disgrace) að Opna breska njóti ekki verndarstatusar líkt og krónudjásn breska Heimveldisins. Graeme McDowell sagði eftir að hann heyrði um ummæli Westy að hann væri algerlega sammála þeim.
Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy sagði: „Ég tel bara að svona sé komið fyrir málinu – peningarnir stjórna öllu. Það er skömm að Opna breska skuli ekki vera sýnt af breskri sjónvarpsstöð – en hvað er hægt að gera við því? Ég veit að SkY Sports er dýr stöð og fullt af fólki hefir ekki efni á henni og það er skömm. Það hefði verið ánægjulegt ef þeir hefðu getað komist að einhverju samkomulagi þarna.“ I
BBC mun verða með beina útsendingu frá næstu tveimur Opnu bresku risamótunum og heldur réttinum til að útvarpa frá risamótinu, auk þess sem það fær leyfi til að vera með tveggja tíma þátt á hverju hinna 4 kvölda keppnisdagana, um hápunkta dagsins í mótinu.
Ástæður þess að SKY Sports hlaut samninginn eru fjárhagslegar en BBC hefir verið með beina útsendingu frá Opna breska frá því farið var að sjónvarpa frá mótinu.
BBC hlýtur 10 milljón punda (þ.e. u.þ.b. 2 milljarða íslenskra króna) frá Sky, sem var betur boðið en þær 7 milljónir punda (1,4 milljarða íslenskra króna) sem BBC hefir verið að borga. R&A reyndi að réttlæta samninginn með því að 600 milljónirnar, sem fengjust aukalega myndu hjálpa til við að styðja við golfleikinn á grasrótarstigi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
