Áhugaverðar breytingar á aldursflokkaskiptingu karla
Eins og fram hefur komið var aldursskiptingu eldri kylfinga hjá EGA (Golfsambandi Evrópu) breytt um síðustu áramót. GSÍ hefur nú fylgt því fordæmi og munu nýju aldursmörkin verða notuð í Íslandsmóti eldri kylfinga á Akranesi í júlí og sveitakeppni eldri kylfinga í ágúst. Aldursmörkin miðast nú við að keppandi verði 50 ára eða eldri á almanaksárinu 2016.
ESGA (Evrópusamband eldri kylfinga) hefur ekki tekið ákvörðun um breytingu í sínum mótum sem landslið eldri kylfinga hafa sótt í mörg ár. Ákvörðunar er að vænta á formannafundi sem haldinn verður samhliða móti sem fram fer í Noregi 1. – 4. ágúst 2016. Verulegar líkur eru taldar á að þar verði samskonar breyting samþykkt, ásamt því að færa aldursmörk eldri flokksins úr 70 ára niður í 65 ára. Stjórn LEK hefur ákveðið að breyta aldursskiptingu í mótum Öldungamótaraðarinnar strax í sumar. Vegna þess að hjá ESGA miðast þátttaka við að keppendur hafi náð aldri áður en mót hefst verða stig í keppni um landsliðssæti gefin svona:
Í flokki 50 ára og eldri fá þeir stig sem verða orðnir 50 ára 17. júní 2017
Í flokki 65 ára og eldri fá þeir stig sem verða orðnir 65 ára 15. júlí 2017
Þeir sem náð hafa hærri aldursmörkunum geta skráð sig í hvorn flokkinn sem þeir vilja en fá aðeins stig í öðrum nema þeir láti mótanefnd LEK vita fyrir mót að þeir óski eftir að vera með í báðum flokkum og greiði 50% viðbótarmótsgjald til LEK.
Fari svo að ofantaldar aldursbreytingar verði ekki samþykktar hjá ESGA munum við þurfa að endurreikna allar töflur fyrir val á landsliðum og taka stig af öllum sem eru of ungir.
Undanfarin ár hefur aldursviðmiðið hjá konum verið 50 ár. Með þessari breytingu hefja bæði konur og karlar þátttöku í mótum LEK á sama aldri sem er mjög jákvætt.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
