Áhugamaður fékk bréf frá Arnold Palmer … e. dauða þess síðarnefnda
Þegar Nick Carlson var nr. 1981 á heimslista áhugamanna, komst hann öllum að óvörum í undanúrslit US Amateur s.l. ágúst.
Eftir það sneri hinn 20 ára Nick aftur til University of Michigan, en hann spilar með golfliði háskólans í bandaríska háskólagolfinu aftur og var sagt að í Ravines golfklúbbnum´i Saugatuck, Michigan væri bréf sem biði hans.
Bréfið var frá Arnold Palmer sáluga, sem var að óska Carlson til hamingju með afrekið.
Carlson fékk bréfið 7. október, 12 dögum eftir dauða Palmer hinn 25. september s.l.
Það hafði verið sent til golfklúbbsins 8. september.
„Þetta er sjokkerandi,“ sagði Carlson í viðtali við Detroit News. „Ég bjóst aldrei við þessu. Þetta er svo svalt og næstum óborganlegt augnablik að mínu áliti.„
Ravines er einn af 6 golfvöllum í Michigan sem hannaðir eru af Palmer, sem sigraði m.a. US Amateur 1954 og var 7-faldur risamótsmeistari.
„Mér skilst að þú takir frábæran leik okkar golfið alvarlega,“ skrifaði Palmer m.a. í bréfinu til Carlson, „jafnframt því að vera góður námsmaður og kylfingur við University of Michigan.“
„Haltu áfram þessum góða leik. Ég óska þér alls hins besta í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur.“
Carlson hefir rammað bréfið inn og sagði við (Detroit) News: „Ég lít á bréfið á hverjum degi.„
En þetta ætti ekki að vera sjokkerandi – þetta er bara svo líkt Arnold Palmer – alltaf styðjandi og hvetjandi áfram ungt hæfileikafólk í golfi!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
