Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 12:00

Áhangendur Ulster stríða Rory með því að syngja „Sweet Caroline“ – Myndskeið

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy nýtti m.a. jólafríið sitt til þess að fara á Rugby leik milli Connacht og Ulster.

Í hálfleik var tekið viðtal við kappann af BBC.

Í miðju viðtali fara áhangendur Ulster að syngja „Sweet Caroline“ – smá stríðni í garð Rory, sem lauk sambandi sínu við dönsku tennis- stjörnuna Caroline Wozniacki á árinu, rétt áður en átti að fara að senda út brúðkaupsboðskortin  s.s. öllum er eflaust í fersku minni.

Rory tók söngnum með stóískri ró, hló og virtist bara hafa gaman af.

Til þess að sjá Rory í viðtalinu og hlusta á áhangendur Ulster syngja Sweet Caroline SMELLIÐ HÉR: