Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 13:15

Ágæt byrjun hjá Birgi Leif

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék fyrsta hring á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á El Saler vellinum í Valencía, á Spáni í dag á 1 yfir pari, 73 höggum.

Sem stendur er hann í T-8 af þeim 19 sem þegar hafa lokið keppni, en þátttakendur í mótinu eru 73.

Meðal þeirra sem eftir eiga að ljúka leik eru Ólafur Björn, NK og Þórður Rafn, GR.

Leikið er á 3 öðrum úrtökumótum á 2. stigi víðsvegar um Spán og keppendur því rúmlega 280.

Gríðarlega sterkir keppendur eru á þessu úrtökumóti og margir sem leikið hafa á Evrópumótaröðinni.  Þeirra á meðal eru t.a.m. menn á borð við Spánverjana Alfredo Garcia-Heredia og Manuel Quiros,  Skotana Elliot Saltman, Jack Doherty og Wallace Booth (sem er bróðir Carly Booth, sem spilar á LET); Frakkann Alexandre Kaleka og Danann Andreas Hartö.  

Fylgjast má með strákunum okkar 3 og stöðunni á El Saler með því að SMELLA HÉR: