Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2015 | 18:00

Afsökunarbeiðni sparaði Rory íkr. 2.54 milljónir

Rory McIlroy hefir komið fram og sagt að einföld afsökunarbeiðni hafi sparað sér 2.54 milljónir íslenskra króna.

Rory hefir sigrað 3 sinnum á árinu og komst líka í fréttirnar í mars fyrir að henda 3-járni sinni í tjörn á Doral meðan á WGC-Cadillac Championship stóð.

Þetta gerðist þá og þarna og eftir hringinn baðst Rory afsökunar. Hann vissi það ekki þá, en afsökunarbeiðnin sparaði honum mikinn pening.

PGA Tour upplýsir ekki hversu miklar sektir leikmenn fá en Rory sagði: „Sektin var lækkuð úr 3,175 milljónum íslenskra króna í  625.000 íslenskra króna eða u.þ.b. 2,54 milljónir íslenskra króna.“