Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Seve Ballesteros og Hörður H. Arnarson –– 9. apríl 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Seve Ballesteros og Hörður Hinrik Arnarson.

Seve

Seve hefði orðið 65 ára í dag en hann lést, langt um aldur fram, 7. maí 2011. Hann sigraði á 90 mótum , sem atvinnukylfingur þar af 50 sinnum á Evróputúrnum og er hann til dagsins í dag sá sem hefir unnið flest mót á þeirri mótaröð. Jafnframt sigraði hann 9 sinnum á PGA Tour og 5 risatitla, en aðeins á The Masters og Opna breska.

Hörður Hinrik er landsþekktur golfkennari, sem m.a. hefir kennt fjölmörgum Íslendingum á öllum stigum golfsins bæði hér heima og á Spáni, á Costa Ballena og Montecastillo. Jafnframt er hann framkvæmdastjóri GolfSögu ehf. Komast má á facebook síðu hans hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið

Hörður Hinrik Arnarson – Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Ballesteros, 9. apríl 1957 (hefði orðið 65 ára í dag); Þórunn Einarsdóttir, 9. apríl 1959 (63 ára); Valgerður Pálsdóttir, 9. apríl 1961 (61 árs);  Helen Cristine Alfredson, 9. apríl 1965 (57 ára); Ingibjörg Birgisdóttir, 9. apríl 1966 (56 ára); Hörður Hinrik Arnarson, GK, 9. apríl 1967 (55 ára); Ólöf María Einarsdóttir, GM, 9. apríl 1999 (23 ára) … og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is