Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Valgeir Guðjónsson og Soffía Margrét Hafþórsdóttir – 23. janúar 2022

Afmæliskylfingar dagsins í dag eru tveir: Valgeir Guðjónsson og Soffía Margrét Hafþórsdóttir.

Valgeir Guðjónsson er fæddur 23. janúar 1952 og fagnar því 70 ára merkisafmæli. Hann er landskunnur tónlistarmaður, tónskáld og textahöfundur. Valgeir var meðal stofnenda Stuðmanna 1974-1988 og Spilverks þjóðanna 1975-1979. Komast má á facebook síðu hans til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan

Valgeir Guðjónsson

Valgeir Guðjónsson – 70 ára  – Innilega til hamingju!!!

Soffía Margrét Hafþórsdóttir er fædd 23. janúar 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hún er textílkennari við Glerárskóla á Akureyri. Komast má á facebook síðu Soffíu Margrétar til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan

Soffía Margrét Hafþórsdóttir – 50 ára – Innilega til hamingju!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Yani Tseng, 23. janúar 1989 (33 ára)  … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með daginn!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is