Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2011
Það er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State, sem er afmæliskylfingur dagsins. Valdís fæddist 4. desember 1989 og er því 22 ára í dag. Afrek hennar verða ekki tæmandi talin í stuttri afmælisgrein og aðeins tæpt á nokkrum. Valdís er t.a.m. klúbbmeistari GL 2011, sem og mörg ár á undan.
Valdís Þóra tók þátt í nokkrum opnum mótum á árinu m.a. Miðnæturmóti Norðuráls hjá GL, þar sem hún sigraði höggleikinn glæsilega var á -4 undir pari, 68 höggum á Garðavelli. Valdís var snemma á árinu valin íþróttamaður Akraness árið 2010, enda varð hún það ár m.a. Íslandsmeistari í holukeppni á heimavelli sínum. Alls hefir Valdís Þóra hlotið þá nafnbót 4 sinnum (2007-2010). Árið á undan, 2009, varð Valdís Þóra Íslandsmeistari í höggleik.
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Pam Higgins, 4. desember 1945 (66 ára); Mary Bea Porter-King, 4. desember 1949 (62 ára); Björn T. Hauksson, 4. desember 1956 (55 ára); Costantino Rocca, 4. desember 1956 (55 ára); Wesley Earl Short, Jr., 4. desember 1963 (48 ára); Brynja Herborg Jónsdóttir, 4. desember 1978 (33 ára); Jósep Þorbjörnsson, 4. desember 1966 (45 ára); Petrea Sigmundsdóttir, 4. desember 1989 (22 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023