Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2011 | 10:18

Afmæliskylfingur dagsins: Tryggvi Valtýr Traustason – 26. september 2011

Afmæliskylfingur dagsins, Tryggvi Valtýr Traustason, GSE, er 49 ára í dag, fæddur 26. september 1962. Tryggvi er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði.  Hann varð m.a. Íslandsmeistari 35+ s.l. sumar í Kiðjaberginu. En það er aðeins eitt af fjölmörgum afrekum Trygga á sviði golfíþróttarinnar. Sem dæmi mætti nefna að Tryggvi varð klúbbmeistari GK 1983 og 1999. Hann varð klúbbmeistari GSE 2001 og Íslandsmeistari í sveitakeppni með GK 1988, 1989, 1991 og 1995. Tryggvi er kvæntur Kristínu Þorvaldsdóttur

Golf 1 óskar Tryggva innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Neil Coles, 26. september 1934 (77 ára)