Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Thor Aspelund – 4. janúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins í dag, 4. janúar 2022 er Thor Aspelund. Hann er 53 ára í dag, stærðfræðingur og  prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist með hinum frábæra ´68 árgangi úr MR, ári á undan í skóla.  Í rannsóknum sínum hefur Thor komið að gerð spálíkana fyrir sjúkdóma og hefur verið í fararbroddi íslensks vísindafólks sem spáir fyrir um þróun kórónuveirufaraldursins. Fyrir nákvæmar spár sínar er Thor löngu orðinn landsþekktur hérlendis.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honumi til hamingju með afmælið hér að neðan:

Thor Aspelund  (53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gestur Pálsson, 4. janúar 1965 (57 ára); David Toms, 4. janúar 1967 (55 ára) ; Thor Aspelund, 4. janúar 1969 (53 ára); Þórður Emil Ólafsson, GL, 4. janúar 1974 (48 ára); Róbert Óskar Sigurvaldason, 4. janúar 1974 (48 ára); Björgvin Jóhannesson, 4. janúar 1978 (44 ára); Tinna Osk Oskarsdottir, GO, 4. janúar 1984 (38 ára); Björn Åkesson, 4. janúar 1989 – 33 ára (var nýliði á Evrópumótaröðinni 2013); Sebastian Muñoz, 4. janúar 1993 (29 ára – frá Kólombíu, spilar á PGA Tour); Alex Gunnarsson, 4. janúar 1993 (29 ára); Helga Kristín Einarsdóttir, GK, 4. janúar 1996 (26 ára);  Hafdís Houmøller Einarsdóttir, GK, 4. janúar 1998 (24 ára ) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga í dag, innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is