Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svanhildur Gestsdóttir – 3. september 2014

Það er Svanhildur Gestsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Svanhildur er fædd 3. september 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag.  Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur og móðir afrekskylfingsins Írisar Kötlu Guðmundsdóttir, sem leikur golf í bandaríska háskólagolfinu með skólaliði Queens University í Charlotte,  Norður-Karólínu.

Svanhildur Gestsdóttir, GR, lengst til vinstri á mynd sigraði í punktakeppni Securitas Open í samtstarfi við Siggu & Timo. Með henni í holli voru f.v.: Linda Metúsalemsdóttir, GR; Guðríður Ólafsdóttir, GR og Sóley Gyða Jóhannsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1.

Svanhildur Gestsdóttir, GR, lengst til vinstri á mynd sigraði í punktakeppni Securitas Open í samtstarfi við Siggu & Timo 2012. Með henni í holli voru f.v.: Linda Metúsalemsdóttir, GR; Guðríður Ólafsdóttir, GR og Sóley Gyða Jóhannsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1.

Svanhildur hefir staðið sig vel í opnum mótum sigraði t.d. í punktakeppnishluta Siggu & Timo mótsins 2012 og varð í 2. sæti í Loftleiðir Masters golfmótinu á vegum Golfklúbbs flugfreyja og flugþjóna, sem haldið var 29. júlí s.l.

Afmæliskylfingurinn ásamt eiginmanni í miðju myndar á Loftleiðir Masters 2014 þar sem 2. sætið náðist!!

Afmæliskylfingurinn ásamt eiginmanni í miðju myndar á Loftleiðir Masters 2014 þar sem 2. sætið náðist!! Mynd: Í einkaeigu

Eins má oft sjá Svanhildi í kaddýstörfum fyrir dóttur sína, Írisi Kötlu á Eimskipsmótaröðinni.

Afmæliskylfingurinn í kaddýstörfum. Mynd: Golf 1

Afmæliskylfingurinn (t.h.) í kaddýstörfum. Mynd: Golf 1

Svanhildur er gift Guðmundi Arasyni og eiga þau þrjú börn: Írisi Kötlu, Snædísi og Ara Gest.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Svanhildi til lukku með daginn hér að neðan:

 

Svanhildur Gestsdóttir GR,  (Innilega til hamingju með stórafmælið!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Karlsson, 3. september 1969 (45 ára ) …… og …….

Þór Geirsson GVG, 62 ára

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is