Suzanne Pettersen frá Noregi er efst í hálfeik Opna breska kvenrisamótsins
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Suzann Pettersen – 7. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og því 36 ára í dag. Suzann er nr. 17 á Rolex-heimslista kvenna og þekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundar mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og spilar í dag bæði á LPGA og LET. Hún hefir á ferli sínum unnið 22 titil þ.e.: 15 á LPGA, 7 á LET og síðan vann hún óopinbert mót með Natalie Gulbis og Christie Kerr, Wendy´s 3 Tour Challenge árið 2009.

Suzann hefir 8 sinnum (2002, 2003, 2005, 2007, 2009 ,2011, 2013 og 2015) tekið þátt í Solheim Cup liði Evrópu og var lykilkona í sigri Evrópu í Killeen Castle 2011 og í Bandaríkjunum 2013. Hún varð fræg að endemum í Solheim Cup 2015 þegar hún stóð fast á golfreglunum og kom illa fram við nýliðann Alison Lee í bandaríska liðinu, sem varð til þess að þær bandarísku unnu Solheim Cup 2015 í koltapaðri stöðu!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:Þórhallur Teitsson, 7. apríl 1949 (68 ára);  Einar Jóhann Herbertsson, 7. apríl 1954 (63 ára);  Donna White, 7. apríl 1954 (63 ára); Gail Lee Hirata, 7. apríl 1956 (61 árs); Helen Wadsworth, 7. apríl 1964 (53 ára); Joe Durant, 7. apríl 1964 (53 ára); Borja Echart, 7. apríl 1988 (29 ára); Joseph Bramlett, 7. apríl 1988 (29 ára)…. og ….Humarhöfnin Veitingahús og Kristine G Alexandria

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is