Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Víðisdóttir – 4. október 2014

Þetta er stór afmælisdagur kylfinga þ.e. það eru margir frábærir kylfingar, sem eiga afmæli í dag. Þegar unnið er alla daga við að skrifa afmælisgreinar sést fljótt að suma daga er varla hægt að finna kylfing sem fæddur er á viðkomandi degi og svo aðra daga, sem margir stórkylfingar eru fæddir á. Þeir sem fæddir eru í dag virðast fæddir undir stórri golfstjörnu!!!

Afmæliskylfingur dagsins er Sunna Víðisdóttir en hún er fædd 4. október 1994 og á því 20  ára stórafmæli í dag!!! Sunna leikur golf í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Elon.  Hún byrjar keppnistímabilið 2014-2015 glæsilega með sigrum með liði sínu í 2 mótum.  Sunna tók einnig nýlega þátt í HM kvennalandsliða í Japan.  Sunnu gekk ágætlega á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar en hún sigraði m.a  á tveimur mótum Eimskipsmótaraðarinnar í ár.

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari; Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Sunna Víðisdóttir, GR; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Haukur Örn Birgisson, forseti GSí, liðsstjóri. Mynd: Í einkaeigu

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari; Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Sunna Víðisdóttir, GR; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Haukur Örn Birgisson, forseti GSí, liðsstjóri. Mynd: Í einkaeigu

Komast má á heimasíðu afmæliskylfings dagsins til þess að óska Sunnu til hamingju með daginn hér að neðan:

Sunna Víðisdóttir (20 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Bryant, 4. október 1943 (71 árs);  Sherri Turner, 4. október 1956  (sigurvegari í LPGA meistaramótinu 1988 – 58 ára í dag);  Patti Berendt, 4. október 1963 (51 árs); Helgi Jóhannsson, 4. október 1963 (51 árs); Jenny Sevil, (áströlsk), 4. október 1963 (51 árs);  Lucas Parsons, 4. október 1969 (45 ára);  ;  Gary Boyd, 4. október 1986 (27 ára);  Jessica Yadloczky, 4. október 1988 (25 ára) …… og …….
 

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is