Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stephen Douglas Allan – 18. október 2013

Það er Stephen Douglas Allan sem er afmæliskylfingur dagsins. Allan fæddist í Melbourne, Ástralíu 18. október 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag.

Steve Allen

Ástralski kylfingurinn Steve Allen

Foreldrar Steve eins og hann er alltaf kallaður fluttust frá Skotlandi til Ástralíu 3 árum áður en hann fæddist. Allan gerðist atvinnumaður 1996 og var félagi á Evróputúrnum á árunum 1997-2000.  Árið 1998 var besta ár hans, en þá vann hann German Open og varð í 16. sæti á evrópska stigalistanum, en það ár er til dagsins í dag, besta ár hans í atvinnumennskunni. Annar sigur hans sem atvinnumanns kom heima fyrir í Ástralíu á Australian Open árið 2002.  Á árunum 2001-2005 spilaði Allan á PGA Tour og er besti árangur hans þar 2. sætið á Greater Milwaukee Open árið 2003 og 2. sætið á Reno-Tahoe Open árið 2004.

Árið 2006 spilaði Steve Allan á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) áður en hann komst aftur á PGA Tour í gegnum Q-school árið 2006.  Sem stendur spilar Allan takmarkað á PGA Tour en aðal mótaröð hans er ástralska PGA.  Hann er  sem stendur nr. 1035 á heimslistanum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Nick O´Hern, 18. október 1971 (42 ára); Rafa Echenique, 18. október 1980 (33 ára); Amber Ratcliffe, ensk – spilar á LET Access, 18. október 1995 (19 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is