Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Sæmundsdóttir – 28. nóvember 2011

Afmæliskylfingur dagsins er  Steinunn Sæmundsdóttir, GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í flokki 50+ 2010 og nú í ár sem og og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011. Steinunn fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1960. Hún byrjaði í golfi 14 ára og gekk í GR 1974. Aðaldriffjöðurin í golfleiknum var bróðir Steinunnar, Óskar en hún dró oft fyrir hann. Jafnhliða fjölda Íslandsmeistaratitla í golfi og klúbbmeistaratitla hjá GR er afmæliskylfingurinn okkar  12-faldur Íslandsmeistari á skíðum. Í dag er Steinunn með 5,5 í forgjöf.

Steinunn er  4 barna móðir þeirra Sæunnar Ágústu 29 ára; Hlyns Heiðars, 28 ára; Söndru Rós, 16 ára og Sigrúnar Ásu 12 ára. Eins á Steinunn 4 barnabörn: þá Hlyn Viðar 3 ára og Henrik Viðar 2 ára, Jóhannes Viðar 5 ára og Steinunni Lilju 3 ára.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Dick Rhyan, 28. nóvember 1934 (77 ára); Atli Þór Þorvaldsson, 28. nóvember 1962 (49 ára);  David Ecob, 28. nóvember 1965 (46 ára);  Anna Rún Sigurrósardóttir, GO, 28. nóvember 1968; Evan Droop, 28. nóvember 1970 (41 árs); Vaughn Groenewald, 28. nóvember 1974 (spilar á Sólskinstúrnum, 37 ára) og  Angela Stanford f. 28. nóvember 1977 (34 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is