Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Golf 1 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir – 4. júlí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Kristín Valgeirsdóttir.
Stefanía er fædd 4. júlí 1992 og á því 25 ára stórafmæli í dag! Stefanía er í Golfklúbbi Akureyrar og varð púttmeistari klúbbsins 2012 og er þar að auki margfaldur klúbbmeistari, m.a. klúbbmeistari GA 2014. Stefanía útskrifaðist frá MA, 17. júní 2012 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með kvennaliði Pfeiffer háskóla The Falcons með góðum árangri.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GA 2014. Mynd: Golf 1
Stefanía Kristín tók þátt í því þekkta móti þeirra GA-inga Arctic Open sem fram fór 25.-27. júní 2015. Mótsgögn voru afhent á fyrsta degi 25. júní sl. og síðan voru keppnisdagar, skv. venju tveir; 26. og 27. júní að þessu sinni. Á seinni keppnisdag setti Stefanía Kristín nýtt vallarmet af rauðum, sem líklega á eftir að standa lengi en hún lék seinni hring Arctic Open á 2 yfir pari 73 glæsihöggum!!! Á hringnum fékk hún einn tvöfaldan skolla, 2 skolla og 2 fugla sem og 13 pör. Glæsilegur kylfingur hún Stefanía Kristín!!! Nú í ár, 2017 hefir Stefanía Kristín spilað á mótaröð þeirra best, Eimskipsmótaröðinni.
Til þess að sjá eldra viðtal Golf 1 við Stefaníu SMELLIÐ HÉR:
Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stefaníu Kristínu til hamingju með merkisafmælið hér að neðan

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Golf 1
(4. júlí 2017 – Innilega til hamingju með afmælið Stefanía Kristín!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stefán Garðarsson, 4. júlí 1964 (53 ára); Örn Stefánsson er fæddur 4. júlí 1966 (51 árs); Arnar Olsen Richardsson, 4. júlí 1968 (49 ára); Þórunn Sif Friðriksdóttir, 4. júlí 1971 (46 ára); Jón Ævarr Erlíngsson, 4. júlí 1973 (44 ára); Mix DeTrix, 4. júlí 1975 (42 ára), …. og Yesmine Olsson
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
