Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Örn Stefánsson – 4. júlí 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Örn Stefánsson. 

Stefanía er fædd 4. júlí 1992 og á því 24 ára afmæli í dag! Stefanía er í Golfklúbbi Akureyrar og varð púttmeistari klúbbsins 2012 og er þar að auki margfaldur klúbbmeistari, m.a. klúbbmeistari GA 2014. Stefanía útskrifaðist frá MA, 17. júní 2012 og hefir spilað í bandaríska háskólagolfinu með kvennaliði Pfeiffer háskóla The Falcons með góðum árangri.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GA 2014. Mynd: Golf 1

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GA 2014. Mynd: Golf 1

Stefanía Kristín tók nú í ár þátt í því þekkta móti þeirra GA-inga Arctic Open sem fram fór 25.-27. júní 2015. Mótsgögn voru afhent á fyrsta degi 25. júní sl. og síðan voru keppnisdagar, skv. venju tveir; 26. og 27. júní að þessu sinni. Á seinni keppnisdag setti Stefanía Kristín nýtt vallarmet af rauðum, sem líklega á eftir að standa lengi en hún lék seinni hring Arctic Open á 2 yfir pari 73 glæsihöggum!!! Á hringnum fékk hún einn tvöfaldan skolla, 2 skolla og 2 fugla sem og 13 pör. Glæsilegur kylfingur hún Stefanía Kristín!!!

Til þess að sjá eldra viðtal Golf 1 við Stefaníu SMELLIÐ HÉR:  (Innilega til hamingju með afmælið Stefanía Kristín!!!)

Örn Stefánsson

Örn Stefánsson

Örn Stefánsson er fæddur 4. júlí 1966 og á því 50 ára STÓRAFMÆLI í dag.  Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!’

Komast má á facebook síðu Arnar til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið með þvi að SMELLA HÉR:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stefán Garðarsson, 4. júlí 1964 (52 ára); Arnar Olsen Richardsson, 4. júlí 1968 (48 ára); Þórunn Sif Friðriksdóttir, 4. júlí 1971 (45 ára); Jón Ævarr Erlíngsson, 4. júlí 1973 (43 ára); Mix DeTrix, 4. júlí 1975 (41 árs), …. og Yesmine Olsson

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is