Stefanía Elsa Jónsdóttir, GA. Mynd:: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Árið 2012 hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina Fyrirmyndarkylfingur GA.

Hún varð t.a.m. í 10. sæti á stigalista GSÍ í stúlknaflokki 2013. Árið 2014 sigraði Stefanía Elsa eftirminnilega í Kvennamóti Vita og Forever og er aðeins fátt eitt talið hér á glæstum ferli Stefaníu Elsu.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Stefanía Elsa Jónsdóttir, GA. Mynd:: Í einkaeigu

Stefanía Elsa Jónsdóttir, GA. Mynd:: Í einkaeigu

Stefania Elsa Jónsdóttir, 20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helen Dettweiler, f. 5. desember 1914 – 13. nóvember 1990; Beverly Hanson, 5. desember 1924 (92 ára); Lanny Wadkins, 5. desember 1949 (67 ára); Bjórvettlingar Leikur Í Gangi (66 ára); Anthony Irvin „Tony“ Sills, 5. desember 1955 (61 árs); Árni Ægir Friðriksson, 5. desember 1964 (52 ára); Ragný Þóra Guðjohnsen, 5. desember 1966 (50 ára STÓRAFMÆLI!); Kjartan Magnússon, 5. desember 1967 (49 ára); Chang-Ting Yeh (Taíwan), 5. desember 1968 (48 ára);  Íris Björg Kristjánsdóttir, 5. desember 1973 (43 ára); Andrea Maestroni (Ítali), 5. desember 1976 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Guðmundur Valgeir Gunnarsson, 5. desember 1977 (39 ára); Gloriana Soto (Costa Rica), 5. desember 1986 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Tónastöðin Akureyri (29 ára); Mi Jung (MJ) Hur, 5. desember 1989 (27 ára); Anna Svenstrup, 5. desember 1991 (25 ára) ….. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is