Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2024 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sir Nick Faldo —– 18. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Nick Faldo. Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 67 ára afmæli í dag, þ.e. orðinn löggilt gamalmenni! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 eða fyrir 46 árum og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni. Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður. Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið:

Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Rockall, þegar hann var 21 árs. Þau giftu sig 1979, en skyldu 5 árum síðar, eftir að upp komst um framhjáhald Nick og Gill Bennet, ritara umboðsmanns hans.

Skilnaðurinn frá Melanie fór í gegn áður en Nick náði himinhæðum velgengni í golfinu og því fékk Melanie lítið út úr fjárskiptunum.

Nick kvæntist Gill, árið 1986 og á með henni 3 börn: Natalie, Matthew og Georgíu. Þau skildu 1995 eftir að Nick átti í ástarsambandi við 20 ára gamlan golfnema, Brennu Cepelak. Það samband entist í 3 ár… en því lauk þegar Nick kynntist Valerie.

Það komst í fréttirnar þegar hin særða og framhjáhaldna Brenna eyðilagði Porsche 959 bifreið Nick með wedge og olli honum 10.000 punda tjóni.

Þriðja eiginkona Nick, Valerie Bercher var frá Sviss og vann við almannatengsl (PR) þegar þau kynntust 1998 á European Masters golfmóti.

Á þeim tíma var Valerie í starfi hjá markaðsfyrirtækinu IMG, sem margir atvinnukylfingar eru á samningi hjá.

Natalie sleit trúlofun sinni og Olivier Delaloye og giftist Nick í júlí 2001 (sama dag og fyrrum kylfuberi hans, Fanny Suneson giftist, á öðrum stað þó).

Giftingarathöfn Nick og Valerie var íburðarmikil og fór fram á Windsor landareign Nick.

Nick og Valerie eignuðust dóttur, Emmu Scarlett, árið 2003.

Þremur árum eftir fæðingu einu dóttur þeirra, árið 2006, fengu Nick og Valerie lögskilnað.

Nú nýlega kvæntist Nick í 4. sinn; í þetta sinn Lindz DeMarco, 58 ára, sem er fyrrum topplaus bardansari, sem átt hefir 6 eiginmenn. Í fyrsta sinn náðist mynd af þeim saman á sl. ári þegar hin nýgiftu voru í verslunarferð í lúxus„mall-i“ í Orlandó, Flórída og ljósmyndari sá þau m.a. með poka úr verslunum Louis Vuitton og  Nieman Marcus, sbr. mynd hér að neðan:

Faldo kemst einkum í fréttirnar núorðið þegar hann er að gagnrýna toppkylfinga samtímans eins og Rory eða Tiger. Eins var fréttarefni þegar Faldo tók aftur upp keppnisgolf, en hann hefir þó lítið spilað

Að lokum mætti geta að afmæliskylfingurinn Faldo hefir skrifað eftirfarandi golfbækur: The Faldo Formula: From Tee to Green with Nick Faldo: 150 Golf Lessons From the Daily Express, Nick Faldo Golf Instruction, Golf, Swing for Life: How to Play the Faldo Way, A Swing for Life

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Simpson f. 18. júlí 1858- d.30. nóvember 1895;Helga Hardardottir Oldenkamp, 18. júlí 1956 (68 ára); Olafur Arnarson, 18. júlí 1963 (61  árs); Benedikta Gísladóttir, 18. júlí 1966 (58 ára); Stephanie Sparks f. 18. júlí 1973 (51 árs); Kolbrún Lilja, f. 18. júlí 1973 (51 árs); Elísabet Halldórsdóttir, 18. júlí 1977 (47 ára); Rauði Krossinn Á Akranesi (46 ára); Cydney Clanton, 18. júlí 1989 (35 ára ); Gundur Follend Mikkelsen ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Í aðalmyndaglugga: Nick Faldo ásamt eiginkonu nr. 4: Lindsay DeMarco