Afmæliskylfingur dagsins: Sir Henry Cotton og Vilhjálmur Einar Einarsson – 26. janúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Sir Henry Thomas Cotton, KCMG og MBE, en hann fæddist 26. janúar 1907 og hefði því orðið 115 ára í dag, hefði hann lifað, en Henry dó 22. desember 1987 og er því 35 ára afmæli dánardægurs hans jafnframt síðar á þessu ári.
Henry fæddist í Holmes Chapel í Cheshire á Englandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Opna breska risamótið þrisvar sinnum, 1934, 1937 og 1948.
Eins var Sir Henry 4 sinnum í breska Ryder Cup liðinu og fyrirliði þess tvívegis.
Eftir að hann hætti keppnisgolfi varð hann golfvallararkítekt við góðan orðstír, en hann hannaði m.a Le Meridien Penína golfvöllinn frábæra í Portúgal.
Sir Henry Cotton var mikið fyrir hið ljúfa líf. Kampavín, kavíar og klæðskerasaumuð föt frá helstu tískumógúlum hans tíma voru hluti lífstíls hans. Hann bjó um tíma í 5 stjörnu lúxus-svítu á hóteli áður en hann keypti sér glæsihýsi með fullri þjónustu. Hann ferðaðist um allt á Rolls Royce… og spilaði golf.
Sir Henry Cotton var tekinn í frægðarhöll kylfinga 1980 og sleginn til riddara árið 1988, ári eftir dauðadag sinn, en hann var áður búinn að veita samþykki sitt til þessa.
Hinn afmæliskylfingur dagsins er Vilhjálmur Einar Einarsson. Vilhjálmur er fæddur 26. janúar 1977 og á því 45 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði. Komast má á facebook síðu Vilhjálms til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Vilhjálmur Einar Einarsson – Innilega til hamingju með 45 ára stórafmælið!!!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Una Sveinsdóttir (62 ára); Bjarni Benediktsson, 26. janúar 1970 (52 ára); Paul Sheehan, 26. janúar 1977 (45 ára); Karine Icher, 26. janúar 1979 (43 ára); Guido Van Der Valk, 26. janúar 1980 (42 ára); Simth Lee (38 ára) … og …
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband viðgolf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
