Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigursteinn Árni Brynjólfsson – 9. mars 2022

Það er Sigursteinn Árni Brynjólfsson sem er afmæliskylfingur dagsins, en Sigursteinn er fæddur 9. mars 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!

Sigursteinn hefir tekið þátt í nokkrum opnum mótum með góðum árangri m.a. Spanish Open móti til styrktar þeim Arnari Snæ Hákonarsyni og Þórði Rafn Gissurarsyni, 2010 en þá varð Sigursteinn 2. sæti (í fgj.flokki 8,5-24) á 38 glæsilegum punktum.

Sigursteinn starfar hjá Steinlausnum.

Sigursteinn Árni Brynjólfsson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Leslie Melville Balfour-Melville, (skoskur) f. 9. mars 1854 – d. 17. júlí 1937; Stuart Grosvenor Stickney , f. 9. mars 1877 – d. 24. september 1932); Marlene Streit, 9. mars 1934 (88 ára); Magnús Björn Magnússon, 9. mars 1960 (62 ára); Sigursteinn Brynjólfsson, 9. mars 1972 (50 ára); Raul Rosas Gamboa, 9. mars 1975 (47 ára); Örvar Þór Guðmundsson, 9. mars 1977 (45 ára); Drottinn Blessi Heimilið; Malla- Íslensk Hönnun (43 ára); Url Handverk, 9. mars 1995 (27 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is