Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón R. Hrafnkelsson – 24. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón R. Hrafnkelsson. Sigurjón fæddist 24. júlí 1963 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Sanders, 24. júlí 1933 (90 ára); Einar Bergmundur, 24. júlí 1960 (63 ára); Björn Ólafur Ingvarsson, 24. júlí 1969 (54 ára); Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (51 árs – japanskur spilar aðallega á japanska PGA); Jordi Garcia del Moral, 24. júlí 1985 (38 ára); Axel Þórarinn Þorsteinsson …… og ……..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is