Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson – 28. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón Harðarson. Sigurjón er fæddur 28. september 1952 og er því 65 ára í dag. Sigurjón er formaður Golfklúbbs Ásatúns og er þar að auki eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps. Hann er með héraðsdómararéttindi í golfi. Sigurjón er kvæntur Valgerði Jönu Jensdóttur, sem líka spilar golf og þau eiga tvo stráka. Sjá má viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

1-sigurjon-150x150

Sigurjon Harðarson (Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (81 árs); Ragnhildur Jónsdóttir, GK, 28. september 1940 (77 ára); Giuseppe Calì, 28. september 1952 (65 ára); Gustavo Rojas, 28. september 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Se Ri Pak, 28. september 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Kenneth Ferrie, 28. september 1978 (39 ára); Jane Turner, 28. september 1989 (28 ára) – skosk spilar á LET Access; Perla Sól Sigurbrandsdóttir, 28. september 2006 (11 ára) ….. og ….. Óliver Leó Óliversson og  Sandy Crutchfield Daly

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is