Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigrún Margrét Ragnarsdóttir – 22. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Sigrún Margrét Ragnarsdóttir. Sigrún Margrét er fædd 22. júlí 1942 og á því 79 ára afmæli í dag. Sigrún Margrét er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún varð m.a. Íslandsmeistari 65+ í kvennaflokki 2016 og 2013 og 5 ár þar á undan í höggleik án forgjafar og með forgjöf í 4 skipti. Hún varð í 2. sæti á Íslandsmóti 65+ 2017. Árið 2019 varð Sigrún Margrét síðan T-6 á meistaramóti Keilis í flokki kvenna 75+. Þess mætti geta að Sigrún er ekki aðeins ein af Golfdrottningum Keilis heldur einnig fegurðardrottning Íslands 1960. Hún er frábær í golfi, gullfalleg og er þar að auki bæði skemmtileg og góð! Eðalkona og- kylfingur!!!

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan:

Sigrún Margrét Ragnarsdóttir

Sigrún Margrét Ragnarsdóttir 79 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Berning, 22. júlí 1941 (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); Valur Valdimarsson, 22. júlí 1950 (71 árS); Carl Suneson, 22. júlí 1967 (54 ára); Rassar Í Sveit, 22. júlí 1967 (54 ára); Kristofer Helgason 22. júlí 1970 (51 árS); Kríla-peysur Fríðudóttir, 22. júlí 1973 (48 ára); Brendon Todd, 22. júlí 1985 (36 ára); Þór Einarsson, 22. júlí 2000 (21 árs)…… og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is