
Afmæliskylfingur dagsins: Seve Benson – 4. nóvember 2011
Seve Benson fæddist 4. nóvember 1986 í Guildford, Surrey og á því 25 ára afmæli í dag. Hann er skírður í höfuðið á golfgoðsögninni. Seve Ballesteros. Sem áhugamaður var hann hluti af Elite A Squad breska golfsambandsins og sigraði áhugameistaramótin í Qatar og Rússlandi. Hann náði niðurskurði í atvinnumannamótum þessara þjóða varð T-58 á Qatar Masters og T-10 á Opna rússneska.
Seve gerðist atvinnumaður í lok árs 2007. Hann reyndi að fá þátttökurétt með því að taka þátt í Q-school 2007 en missti af sæti á túrnum eftir 72 holuna, en var búinn að tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni 2008. Seve vann fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður á PGA EuroPro Tour þ.e. á Wensum Valley International Open mótinu í maí 2008. Síðar í sama mánuði sigraði hann í fyrsta sinn á Áskorendamótaröðinni þ.e. á Piemonte Open, 17. maí 2008 og síðan í annað sinn í ágúst sama ár þ.e. á Ypsilon Golf Challenge. Þetta varð til þess að hann varð í 6. sæti á peningalistanum og fékk kortið sitt á Evróputúrinn 2009. Eftir fyrsta fulla keppnistímabil sitt á Evróputúrnum lauk hann keppni í 120. sæti á peningalistanum og var sá síðasti til að fá kortið fyrir 2010 keppnistímabilið. Hann spilaði líka á Evróputúrnum 2011 – besti árangur hans í ár er 16. sætið á KLM mótinu. Sem stendur er afmæliskylfingurinn okkar í 709 sætinu á heimslistanum.
Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingum til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Aðalheiður L Aðalsteinsdóttir, f. 4. nóvember 1964.
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða