Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sergio Garcia ——– 9. janúar 2018

Það er spænski kylfingurinn Sergio Garcia Fernández, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sergio er fæddur í Borriol, á Castellón, á Spáni, 9. janúar 1980 og á því 38 ára afmæli í dag.

Hann var í fréttum fyrir 5 árum síðan 2013, þegar hann lét Tiger fara í taugarnar á sér og lét falla nokkur vel valin orð um kjúklingaætuna, orð sem túlkuð voru sem kynþáttaníð.

Öllu skemmtilegri var fréttin um Garcia þegar hann sigraði á Thaíland Golf Open með kærustu sína, austurrísku leikkonuna Katharinu Boehm á pokanum fyrir 5 árum síðan. Það er gamalt samband því á sl. ári, 2017, kvæntist hann núverandi eiginkonu sinni Angelu Akins og eiga þau hjónakornin von á fyrsta barni sínu nú í mars 2018.

Fyrir u.þ.b. 2 árum síðan voru fréttir að Sergio spilaði gjarnan knattspyrnu með heimalisti sínu í Borriol, lið sem hann styrkir mjög fjárhagslega.

Sergio Garcia gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 19 árum síðan, 1999. Síðan þá hefir hann sigrað í 32 mótum víðsvegar í heiminum, þ.á.m. 10 sinnum á PGA Tour og 14 sinnum á Evrópumótaröðinni. Í janúar fyrir 4 árum, 2014 vann Garcia í Commercial Bank Qatar Masters þegar hann vann Mikko Ilonen frá Finnlandi í bráðabana. Eins stóð Garcia sig vel í Opna breska risamótinu 2014, varð T-2 þ.e. deildi 2. sætinu með öðrum 2 höggum á eftir sigurvegaranum Rory McIlroy. Með þessum glæsiárangri komst Garcia aftur á topp-10 á heimslistanum og er sem stendur nr. 10 á heimslistanum. Besta árangri sínum í risamóti náði Garcia þó á árinu 2017 þegar hann sigraði loks í risamóti og það Masters mótinu sjálfu. Það kom engum á óvart að Garcia skyldi hafa verið valinn kylfingur ársins 2017.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Einar Gudberg Gunnarsson, 9. janúar 1949 (69 ára); Kristín Finnbogadóttir, 9. janúar 1957 (61 árs); Sallý Dáleiðsla 9. janúar 1957 (61 árs); Teitur Örlygsson, 9. janúar 1967 (51 árs); Alejandro Cañizares, 9. janúar 1983 (35 ára); Tiffany Tavee, 9. janúar 1985 (33 ára) ….. og …… Birkir Már Birgisson; Salvör Kristín Héðinsdóttir; Júlíus Fjeldsted og Fiskbúðin Mos

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is