Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Scott Verplank – 9. júlí 2014

Bandaríski kylfingurinn Scott Rachal Verplank fæddist í Dallas, Texas 9. júlí 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag.

Verplank gerðist atvinnumaður í golfi 1986 (þ.e. fyrir 28 árum) og hefir á ferli sínum sigrað í 8 mótum þar af 5 á PGA Tour.  Besti árangur hans í risamóti er T-4 árangur hans 2011 í PGA Championship.

Scott Verplank er kvæntur konu sinni Kim og saman eiga þau 4 börn: Scottie, Hannah, Emma og Heidi Ann.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Finch, 9. júlí 1977 (37 ára)   …. og …..

Asinn Sportbar (37 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is