Sandra Gal
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sandra Gal ———— 9. maí 2021

Það er W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sandra er fædd 9. maí 1985 og á því 36 ára afmæli í dag! Foreldrar Söndru heita Jan og Alexandra Gal og er hún einkabarn þeirra. Sandra er mjög listhneigð og fæst við að mála myndir í frítíma sínum. Hún var við nám í University of Florida 2005-2007 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með skólaliðinu The Florida Gators.

Kylfingurinn Sandra Gal

Kylfingurinn Sandra Gal

Sandra hefir 1 sinni sigrað á LPGA og finnst mörgum orðið tímabært að hún bæti öðrum sigri við, en hún hefir verið að standa sig mjög vel á mótum á 2015 og 2016 tímabilunum og var m.a. í Solheim Cup liði Evrópu á síðasta ári, 2015.

Eini sigur Söndru Gal á LPGA kom 27. mars 2011 á Kia Classic.

Sandra Gal

Sandra Gal

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Harry Vardon, (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937); Betty Jameson, (9. maí 1919 – 7. febrúar 2009) (Hún var einn af stofnendum LPGA); Sam Adams 9. maí 1946 (75 ára MERKISAFMÆLI!!!); John Mahaffey 9. maí 1948 (73 ára); Ásta Jóna Skúladóttir, GK, 9. maí 1959 (62 ára); Guðmundur Ármann Pétursson 9. maí 1970 (51 árs) Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir, 9. maí 1972 (49 ára; ); Paul Maddy, 9. maí 1981 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Tvisturinn Vestmannaeyjum, 9. maí 1988 (33 ára) Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, 9. maí 1989 (32 ára); Andri Jón Sigurbjörnsson, 9. maí 1989 (32 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is