Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Robert Rock ——— 6. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Robert Rock. Rock er fæddur 6. apríl 1977 í Armitage, nálægt Lichfield í Staffordshire, Englandi og á því 41 árs afmæli í dag!!!

Rock ólst upp og hlaut menntun sína nálægt Rugeley. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1998.

Hann komst síðan á Evróputúrinn árið 2003 og hefir verið á þeim túr allt síðan þá og hefir sigrað tvívegis: Fyrsti sigurinn kom 12. júní 2011 en þá vann Rock BMW Italian Open og síðan vann hann aftur 29. janúar 2012 og í þetta sinn Abu Dhabi HSBC Golf Championship, en þar átti hann 1 högg á sjálfan Rory McIlroy.

Besti árangur Rock í risamótum er frá árinu 2010 en þá varð hann T-7 á Opna breska.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Árni Björn Guðjónsson, 6. apríl 1949 (69 ára); Bogi Agustsson, 6. apríl 1952 (66 ára); Mike Schuchart, 6. apríl 1962 (56 ára); Dóra Henriksdóttir, 6. apríl 1966 (52 ára); Tanya Dergal, 6. apríl 1984 (34 ára), Victor Riu, 6. apríl 1985 (33 ára)…. og ….

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is