Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Robert A Shearer – 25. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Robert A Shearer, OAM. Hann fæddist 25. maí 1948 í Melbourne, Ástralíu og hefði því orðið 75 ára í dag, en hann lést 9. janúar 2022 úr hjartaslagi. Shearer var atvinnukylfingur (frá 1971) og golfvallararkítekt. Hann sigraði m.a. 1 sinni á PGA Tour (Tallahassee Open 1982) , 3 sinnum á Evróputúrnum og 18 sinnum á Ástralasíutúrnum, sem hann spilaði mestmegnis á. Alls sigraði hann 27 sinnum á atvinnumannsferli sínum. Besti árangur hans í risamótum var T-7 árangur á Opna breska 1978. Shearer var kvæntur Kathie og eiga þau 2 uppkomin börn.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Donald Albert Weibring Jr., 25. maí 1953 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Amy Reid, 25. maí 1962 (61 árs); Melissa McNamara 25. maí 1966 (57 ára); Debbi Miho Koyama, 25. maí 1968 (55 ára); Einar Gudjonsson, 25. maí 1971 (52 ára); Christian Nilsson, 25. maí 1979 (44 ára); Rafael Cabrera-Bello, 25. maí 1984 (39 ára);  Uthlid Iceland Cottages, 25. maí 1991 (32 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is