Afmæliskylfingur dagsins: Richard Sterne og Birdie Kim – 27. ágúst 2021
Afmæliskylfingur dagsins eru tveir: Richard Sterne, og Birdie Kim. Þau eru bæði fædd 27. ágúst 1981 og eiga því 40 ára stórafmæli í dag.
Richard Sterne fæddist í Pretoríu, S-Afríku og gerðist atvinnumaður í golfi 2001 eða fyrir 20 árum. Á þeim tíma hefir hann sigrað í 9 atvinnumannsmótum; 6 á Evróputúrnum og 6 á Sólskinstúrnum s-afríska.
Birdie Kim (á kóreönsku 김주연) fæddist í Iksan, S-Kóreu og gerðist atvinnumaður árið 2000. Hún hefir sigrað í 4 mótum 1 á LPGA og það ekkert smá móti eða á US Women´s Open risamótinu 2005! Síðan á Birdie Kim í beltinu 3 sigra á Symetra. Birdie Kim lenti í slæmu umferðarslysi 2009, sem hefir haft áhrif á feril hennar allar götur síðan.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 27. ágúst 1953 (68 ára), Rafn Hagan Steindórsson, 27. ágúst 1956 (64 ára); Don Pooley, 27. ágúst 1957 (64 ára); Bernhard Langer, 27. ágúst 1957 (64 ára); Soffía K Pitts, 27. ágúst 1958 (63 árs); Pat Kosky Gower, 27. ágúst 1968 (53 ára); Blake Adams 27. ágúst 1975 (46 ára); Hafdís Su 27. ágúst 1977 (44 ára); Richard Sterne, 27. ágúst 1981 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Aldís Ósk Unnarsdóttir, 27. ágúst 1997 (24 ára) ….. og ….
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
