
Afmæliskylfingur dagsins: Ralph Guldahl – 22. nóvember 2011
Ralph J. Guldahl f. 22. nóvember 1911 í Dallas Texas –d. 11. júní 1987, Sherman Oaks, Kaliforníu) var bandarískur kylfingur, sem var einn af 10 topp kylfingum 3 ár í röð á seinni hluta 4. áratugar síðustu aldar. Hann útskrifaðist 1930 úr Woodrow Wilson High School og byrjaði að spila sem atvinnumaður í golfi í kringum 1931.
Árið 1933, þá 21 árs var hann T-1 ásamt Johnny Goodman á Opna bandaríska. Par hefði nægt honum til þess að knýja fram umspil en hann fékk skolla og lenti í 2. sæti. Sigrar Guldahl á risamótum urðu alls 3: Hann vann Opna bandaríska 1937 og 1938 og varð í 2. sæti á Masters sömu ár, en tókst loks að sigra mót allra risamóta 1939. Eins var Guldahl í Ryder Cup liði Bandaríkjanna 1937. Ralph Guldahl fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1981.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hafsteinn Hafsteinsson, GHG, 22. nóvember 1965 og Arnar Laufdal Ólafsson, f. 22. nóvember 1969.
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ