Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 6. september 1997 og á því 17  ára afmæli í dag! Ragnhildur er einfaldlega ein af okkar albestu ungu kvenkylfingum.  Hún er m.a. í afrekshóp GSÍ.

Í ár 2014 hefir Ragnhildur spilað bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni.

Á Íslandsbankamótaröðinni sigraði Ragnhildur á 2. móti mótaraðarinnar á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ 8. júní 2014.  Ragnhildur sigraði jafnframt á 3. mótinu, sem var Íslandsmótið í holukeppni unglinga og er því núverandi Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki, en þann titil vann hún á Oddinum 22. júní s.l.

Ragnhildur var nú, afmælisdaginn, við keppni á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á heimavelli sínum, Korpunni.

Ragnhildur sýndi líka góð tilþrif á Eimskipsmótaröðinni, en hún var t.a.m í forystu fyrstu 2 daga á Íslandsmótinu í höggleik, sem er glæsilegur árangur hjá Ragnhildi! Jafnframt náði hún 5. sætinu á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótinu á Jaðarsvelli á Akureyri.

Loks í þessari stuttu samantekt um afrek Ragnhildar mætti geta að Ragnhildur var í silfursveit GR sem varð í 2. sæti í Sveitakeppni GSÍ í stúlknaflokki 2014.

Komast má á facebook síðu Ragnildar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan:

Ragnhildur Kristinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Dow Finsterwald, 6. september 1929 (85 ára); Jakob Helgi Richter, GK, 6. september 1951 (63 ára); Stephen Gangluff, 6. september 1975 (39 ára)

….. og ……

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is