Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1 Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 6. september 1997 og á því 17 ára afmæli í dag! Ragnhildur er einfaldlega ein af okkar albestu ungu kvenkylfingum. Hún er m.a. í afrekshóp GSÍ.
Í ár 2014 hefir Ragnhildur spilað bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni.
Á Íslandsbankamótaröðinni sigraði Ragnhildur á 2. móti mótaraðarinnar á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ 8. júní 2014. Ragnhildur sigraði jafnframt á 3. mótinu, sem var Íslandsmótið í holukeppni unglinga og er því núverandi Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki, en þann titil vann hún á Oddinum 22. júní s.l.
Ragnhildur var nú, afmælisdaginn, við keppni á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á heimavelli sínum, Korpunni.
Ragnhildur sýndi líka góð tilþrif á Eimskipsmótaröðinni, en hún var t.a.m í forystu fyrstu 2 daga á Íslandsmótinu í höggleik, sem er glæsilegur árangur hjá Ragnhildi! Jafnframt náði hún 5. sætinu á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótinu á Jaðarsvelli á Akureyri.
Loks í þessari stuttu samantekt um afrek Ragnhildar mætti geta að Ragnhildur var í silfursveit GR sem varð í 2. sæti í Sveitakeppni GSÍ í stúlknaflokki 2014.
Komast má á facebook síðu Ragnildar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (85 ára); Jakob Helgi Richter, GK, 6. september 1951 (63 ára); Stephen Gangluff, 6. september 1975 (39 ára)
….. og ……
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024




