Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Davíð Riordan – 14. desember 2011

Það er Ragnar Davíð Riordan, GVS, sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 12. desember 1982 og er því 29 ára í dag. Ragnar Davíð Riordan er nafn sem sést oft ofarlega á ýmsum opnum mótum sem haldin hafa verið hérlendis. Hann á fast sæti í sveit GVS í sveitakeppni GSÍ. Meðal afreka Ragnar Davíðs á golfsviðinu mætti nefna að hann varð klúbbmeistari GVS 2010.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson, 14. desember 1971 (Til hamingju með stórafmælið!); Ásgeir Bjarni Ásgeirsson, 14. desember 1974 (37 ára)

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is