Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Cabrera Bello – 25. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Rafael Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum. Hann fæddist í Las Palmas 25. maí 1984 og á því 34 ára afmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára og spilar á Evróputúrnum í dag. Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum í fyrra skipið á Austrian Golf Open, 20. september 2009 og í það síðara á Omega Dubai Desert Classic mótinu, 12. febrúar 2012. Rafael á eina systur, Emmu, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna (LET= Ladies European Tour) og bæði eru þau í Maspalomas golfklúbbnum heima á Kanarí.

Hann komst m.a. í fréttirnar 2013 þegar farangri hans var stolið þegar hann var á leið frá Sviss til Malasíu þar sem hann ætlaði að taka þátt í Maybank Malaysia Open.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert A. Shearer, 25. maí 1948 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!); Donald Albert Weibring Jr., 25. maí 1953 (65 ára); Amy Reid, 25. maí 1962 (56 ára); Melissa McNamara 25. maí 1966 (52 árs); Debbi Miho Koyama, 25. maí 1968 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Einar Gudjonsson, 25. maí 1971 (47 ára); Christian Nilsson, 25. maí 1979 (39 ára) og Uthlid Iceland Cottages, 25. maí 1991 (27 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is