
Afmæliskylfingur dagsins: Phill Hunter – 2. október 2011
Það er Phill Hunter, golfkennari í MP Golf Academy hjá Golfklúbbnum Oddi, sem er afmæliskylfingur dagsins. Phill er breskur og fæddist 2. október 1964. Hann er kvæntur og á 1 strák.
Phill hefir yfir 27 ára reynslu af golfkennslu. Á árunum 1983-1986 vann hann við Wath Golf Club og á árunum 1986-1988 við Grange Park Golf Club í Englandi.
Hér á landi var Phill golfkennari hjá GR 1988-1991 og hjá GS 1992-1996 auk þess sem hann þjálfaði unglingalandsliðið á þessum árum.
Phill og fjölskylda bjuggu síðan um 11 ára skeið í Þýskalandi þar sem hann var yfirgolfkennari við Golfclub Haus Kambach í Eschweiler. Þar stofnaði hann H20 Golf Academy.
Eftir heimkomu til Íslands stofnaði Phill MP Academy árið 2010 ásamt Magnúsi Birgissyni, golfkennara, en golfskóli þeirra hefir aðalbækistöðvar hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ. Golfkennarar MP Academy eru auk Phill, Magnús Birgisson og Andrea Ásgrímsdóttir.
Það er um að gera að halda sér í góðu golfformi yfir veturinn og fyrir þá sem vilja panta sér frábæran golftíma þá er sími Phill: 618-1897
Fræðast má nánar um afmæliskylfinginn okkar og MP Academy með því að smella hér: MP ACADEMY
Golf 1 óskar Phill innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pálmi Gestsson, f. 2. október 1957 (54 ára); John Neumann Cook, f. 2. október 1957 (54 ára); Libby Wilson, f. 2. október 1963 (48 ára); Craig Kanada, f. 2. október 1968 (43 ára).
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska