
Afmæliskylfingur dagsins: – Peter Tomasulo 22. október 2011
Peter Tomasulo fæddist 22. október 1980 í Long Beach, Kaliforníu og er því 31 árs í dag. Peter var í University of Californía og árið 2004 var hann tilnefndur first team All-American og var fyrirliði sigurliðs University of Californias í NCAA. Árið 2003 setti hann skólamet í lægsta meðaltalsskori 70.98 og spilaði í Palmer Cup liði Bandaríkjanna, sem tapaði fyrir liði Evrópu 14-10.
Tomasulo gerðist atvinnukylfingur árið 2004. Árið 2005 spilaði hann á kanadíska túrnum og Nationwide Tour og vann 1 skipti og hvorri mótaröð. Hann vann Montreal Open á kanadíska túrnum og Alberta Classic á Nationwide.
Hann sigraði einnig á heimaslóðum og vann á Long Beach Open. Árið 2005 var eina árið sem hann spilaði á kanadíska túrnum því hann hélt áfram að spila á Nationwide til 2008. Árið 2008 urðu 7 topp-10 árangrar til þess að hann vann sér inn $296,704 og var í 11. sæti á peningalistanum. Efstu 25 á peningalista Nationwide fengu kortin sín á PGA og þannig spilaði hann 2009 á PGA túrnum. Hann átti í vandræðum fyrst náði aðeins 5 sinnum niðurskurði í 25 mótum sem hann tók þátt í og missti kortið sitt.
Hann spilaði því aftur á Nationwide 2010 og sigraði í Ford Wayne Gretzky Classic í júlí. Það ár varð hann 23. á peningalistanum og spilaði því þetta þ.e. 2011 keppnistímabilð á PGA. Peter hlýtur ekki kortið sitt vegna góðrar frammistöðu á peningalista PGA í ár, en hann er sem stendur í 208. sæti og lítur því út fyrir að hann þurfi aftur í Q-school ætli hann sér að spila á PGA.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Adam Gee, f. 22. október 1980 (31 árs); Þórður Ingi Jónsson, 22. október 1988.
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023