Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Corsar Anderson – 17. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Peter Corsar Anderson. Hann fæddist 6. febrúar 1871 í Menmuir, Forfarshire, Skotlandi og eru því 150 ár í dag fæðingu hans.

Hann var mjög áhrifamikill kylfingur og golfkennari í Vestur-Ástralíu á sínum tíma.

Meðal helstu afreka hans er sigur í British Amateur 1893, sem þá var risamót og besti árangurinn var T-19 árangur í Opna breska sama ár.  Einnig sigraði hann margsinnis í Surrey Hills Gentlemen´s Championship (1898, 1899 og 1902).

Kona hans var Agnes Henrietta Macartney og áttu þau einn son Mark Peter Anderson.

Peter Corsar Anderson lést  26. ágúst 1955.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005; Michael Jordan, 17. febrúar 1963 (57 ára); Bjarki Þór Bjarkason, 17. febrúar 1964 (57 ára);  Ignacio Elvira, 17. febrúar 1987 (33 ára); Aron Bragason….. og …..

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag, innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is