Rex Baxter
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2016 | 20:00

Afmæliskylfingar dagsins: Peter Aliss og Rex Baxter – 28. febrúar 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Rex Baxter Jr. og Peter Aliss.

Rex Baxter á afmæli 28. febrúar 1936 og á því 80 ára stórafmæli í dag og Peter Aliss á afmæli 28. febrúar 1931 og á 85 ára merkisafmæli.

Rex Baxter er bandarískur atvinnukylfingur sem spilaði á  PGA Tour og Senior PGA Tour.

Hann er frá Amarillo, Texas, og sigraði á U.S. Junior Amateur í Southern Hills Country Club í Tulsa árið 1953. Rex spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of Houston, þar sem hann var All American heiðursfélagi í golfliðinu.

Rex Baxter sigraði í Cajun Classic Open Invitational árið 1963 og á PGA Professional National Championship árið 1970. Besti árangur hans í risamóti er  T-33 árangur 1960 á Opna bandaríska.

Baxter var vígður í frægðaríþróttahöll University of Houston Athletics Hall árið 1971 og var hann fyrsti félagi í golfliði skólans til þess að hljóta þann heiður. Eftir að hann spilaði á PGA Tour vann Baxter í mismunandi klúbbum sem golfkennari m.a. í Beechmont Country Club í Cleveland, Ohio; Glen Oaks Country Club á Long Island, High Ridge í Lantana, Florida og sem kennari Golf Digest Schools á PGA National í Palm Beach Gardens, Florida.

*********************

Peter Aliss er fæddur 28. febrúar 1931 og því 85 ára í dag.

Peter er sonur Percy Aliss, sem var sigursæll kylfingur í Evrópu á árunum 1920-1930, en gerðist síðan golfkennari í Berlín, þar sem Peter fæddist. Peter fór í atvinnumennskuna í golfi 1947 og vann 23 sigra á ferli sínum. Besti árangur hans í risamótum er 8. sætið í Opna breska 1954, 1961, 1962 og 1969. Hann var í 8 skipti í liði Evrópu í Ryder bikarnum. Þekktastur er Peter Aliss á seinni árum sem golfskýrandi hjá BBC og sem rithöfundur og golfvallarhönnuður. Hann er oft nefndur „rödd bresks golfs“ (ens.: „Voice of (British) Golf“). Peter Aliss var tekinn í frægðarhöll kylfinga í maí 2011 fyrir ævistarf sitt… golfið.

Peter Aliss hefir á seinni árum verið þekktur fyrir ýmiss óviðurkvæmileg komment – sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Petrína Konráðsdóttir, 28. febrúar 1964 (52 ára); Sigurlína Jóna Baldursdóttir, 28. febrúar 1964 (52 ára); ;  Ellert Ásbjörnsson, GK, 28. febrúar 1967 (49 ára); Jose Luis Adarraga Gomez, 28. febrúar 1983 (33 ára) ….. og ….. Sverrir Einar Eiríksson

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is