Ölöf Baldursdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Baldursdóttir – 11. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Baldursdóttir. Ólöf er í Golfklúbbnum Keili og m.a. í kvennanefnd Keilis.

Ólöf er góður kylfingur og dugleg að taka þátt í mótum m.a. sigraði hún í  Lancôme mótinu á Hellu í fyrra, nánar tiltekið 5. maí 2013.

F.v.: Ólöf Ásta Farestveit, GK; Ásta Kristín Valgarðsdóttir, GKG; sigurvegari Opna Lancôme Ólöf Baldursdóttir, GK og Þuríður Valdimarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

F.v.: Ólöf Ásta Farestveit, GK; Ásta Kristín Valgarðsdóttir, GKG; sigurvegari Opna Lancôme Ólöf Baldursdóttir, GK og Þuríður Valdimarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Ólöf er gift Arnari H. Ævarssyni og á 3 börn.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið:

Ólöf Baldursdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Fuzzy Zoeller, 11. nóvember 1951 (63 ára);  Róbert Garrigus, 11. nóvember 1977 (37 ára)

….. og ……

Gunnar Ringsted (62 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is