Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2011 | 11:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Baldursdóttir – 11.11.11

Afmæliskylfingur á þessum flotta degi, 111111,  er Ólöf Baldursdóttir, GK. Ólöf er í kvennanefnd Golfklúbbsins Keilis og hefir gengið virkilega vel á mótum sumarsins. T.a.m. varð hún í 1. sæti á Soroptimistamótinu í Oddinum, þann 4. júní, fékk glæsilega 44 punkta og fékk jafnframt nándarverðlaun á erfiðu par-3, 6. brautini á Galvin Green mótinu í Grafarholtinu 19. júní í sumar.

Ólöf er gift Arnari H. Ævarssyni.

Afmæliskylfingurinn Ólöf Baldursdóttir á Hatta-og pilsamóti GK, 24. júní 2011. Mynd: Golf 1

Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Fuzzy Zoeller, 11. nóvember 1951 (60 ára); Gunnar Ringsted, 11. nóvember 1952 (59 ára) Arnar Unnarsson, GR, 11. nóvember 1967 (44 ára); Róbert Garrigus, 11. nóvember 1977 (34 ára); Örvar Gunnarsson, 11. nóvember 1992 (19 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is