Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: – Ólafur Þór Ágústsson – 28. október 2011

Það er Ólafur Þór Ágústsson, sem er afmæliskylfingur dagsins í dag. Ólafur Þór er nýtekinn við sem framkvæmdastóri Golfklúbbsins Keilis, af föður sínum Ágúst Húbertssyni, sem gegnt hefir stöðunni undanfarin 23 ár og lætur endanlega af störfum nú um mánaðarmótin. Ágúst hefir gegnt 1/2 stöðu hjá Keili undanfarið ár til þess að koma afmæliskylfingnum okkar inn í allt sem varðar Keili. Ekki að Ólafur Þór sé ekki vel kunnugur Keili og Hvaleyrinni, en hann starfaði áður sem vallarstjóri á Hvaleyrinni.

Ólafur Þór fæddist 28. október 1975 að Sólvangi í Hafnarfirði og er því borinn og barnfæddur Hafnfirðingur.  Hann byrjaði að spila golf 8 ára gamall vegna þess að hann elti pabba og mömmu út a golfvöll. Í dag er Ólafur Þór með 4 í forgjöf. Sérstakasti golfvöllur, sem Ólafur Þór hefir spilað á er Nirvana golfvöllurinn á Balí og má sjá umfjöllun um golfvöllinn hér síðar í dag.

Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Na Yeon Choi, f. 28. október 1987 (24 ára); Pétur Freyr Pétursson, GR, 28. október 1990 (21 árs); Anna Margrét Kristjánsdóttir, 28. október 1990 (21 árs).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is