Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2014 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nolan Jay Henke – 25. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Nolan Jay Henke.  Henke er fæddur 25. nóvember 1964 í Battle Creek, Michigan og á því 50 ára stórafmæli í dag.

Á háskólaárum sínum spilaði Henke með golfliði FSU (þ.e. Florida State University) í Tallahassee, Flórída. Hann var m.a.  All-American  3 ár í röð: 1985 – 1987.

Henke gerðist atvinnumaður í golfi 1987 og komst strax á PGA Tour 1988. Hátindur ferils Henke var snemma á 10. áratugnum, en þá sigraði hann í 3 mótum á PGA Tour; þ.e. 1990 í B.C. Open; árið 1991,í the Phoenix Open, Hann varð í 5. sæti á peningalistanum og var auk þess með 6 aðra topp-10 árangra.  Þriðji sigurinn kom árið 1993 í BellSouth Classic. Besti árangur Henke á risamótum var T-6 árangur bæði á Masters 1992 og PGA Championship 1993.

Í dag býr Henke í Fort Myers, Florida. Á hverju ári stendur Henke fyrir góðgerðarmóti í Fort Myers til stuðnings Southwest Florida Children’s Hospital og Hope Hospice House.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Art Wall, f. 25. nóvember 1923 (91 árs); Amelia Rorer, 25. nóvember 1952 (62 ára); Jóhann Adolf Oddgeirsson, GSE, f. 25. nóvember 1973 (41 árs)  …. og …..

Jóhann Adolf Oddgeirsson

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is